Útimessa í Arnarbæli

Arnarbæli í ágústbyrjun 1907. Íslandsferð Friðriks konungs VIII.

Útimessa verður í Arnarbæli 12. ágúst kl: 14. Prestur verður séra Jón Ragnarsson. Kór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Kirkjukaffi verður í boði kirkjukórs og sóknanefnda prestakallsins eftur messu. Messað verður í Kotstrandarkirkju verði veður óhagstætt. Arnarbæli er við Ölfusá. Staðurinn er fornfrægur kirkjustaður og prestsetur frá því um 1200- 1909. Ekið er um Arnarbælisveg nr. 375, sem er fyrsti afleggjari af þjóðvegi nr 1, skammt fyrir austan Kotstrandarkirkju. Vegurinn er vel merktur Arnarbæli.