Fella- og fjallgöngu verkefnið: „Sveitin mín”

Arnarfell við Þingvallavatn

Í sumar og haust stendur Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð fyrir til gönguverkefni þar sem fólk getur fundið sér fell eða fjall við í hæfi til að ganga á. Staðsettir hafa verið póstkassar á fimm stöðum á víð og dreif um Bláskógabyggð. Staðirnir eru allt frá Þingvallavatni til Bláfellsháls með útsýni yfir miðhálendið.

Vegfarendur eru beðnir um að búa ekki til vörður og taka allt rusl með sér. Fólk má gjarnan taka mynd og merkið á samfélagsmiðlum með myllumerkinu: #bláskógar

Gönguleiðunum fimm hér að neðan er raðað eftir erfiðleika. Innan sviga er vegalengdin frá bílastæði og að póstkassa og hækkun í metrum.

  • Litli-Reyðarbarmur við Kringlumýri (1,2 km, 50 m hækkun)
  • Arnarfell við Þingvallavatn (1 km, 90 m hækkun)
  • Geldingafell, á Bláfellshálsi (1,2 km, 100 m hækkun)
  • Vörðufell (1,8 km, 290 m hækkun)
  • Laugarvatnsfjall (varða, 2 km, 320 m hækkun)

Í hverjum póstkassa er gestabók. Þeir sem skrá sig í þær verða með í potti þar sem dregin verða út verðlaun. Verðlaunin eru klippikort og árskort í íþróttamiðstöðvarnar og ýmsar gjafir frá fyrirtækjum í Bláskógabyggð. Verkefnið stendur til 1. október 2018.

Nánari upplýsingar um staðsetningar má finna bæði inn á heimsasíðu sveitarfélagsins og á fésbókarhópi verkefnisins: https://www.facebook.com/heilsueflandi/. Verkefnastjóri er Gunnar Gunnarsson.