Hin árlega jólasýning fimleikadeildar Selfoss var haldin laugardaginn 13. desember síðastliðinn og að þessu sinni var Þegar Trölli stal jólunum þema sýningarinnar. Að sýningunni komu allir iðkendur og þjálfarar deildarinnar og öflug jólasýninganefnd sem leggur ávalt mikinn metnað í sýninguna ár hvert. Í nefndinni þetta árið voru þær Kristín Hanna Jóhannesdóttir, Sesselja Sólveig Jóhannsdóttir og Unnur Þórisdóttir. Flytjandi sögu var Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Líkt og undanfarin ár sá Inga Heiða Heimisdóttir um að festa sýninguna á filmu.








