3.5 C
Selfoss

Draugagangur Mímis heppnaðist frábærlega

Vinsælast

Góðan dag kæru Sunnlendingar!

Þann 30. október sl. fór fram Draugagangur í Menntaskólanum að Laugarvatni. Draugagangurinn hefur á undanförnum árum fest sig sem vinsæl og skemmtileg hrekkjavökuhefð innan skólans, þar sem nemendafélagið Mímir og að þessu sinni einnig kennarar taka virkan þátt og klæða sig upp í ýmis mismunandi og óhugnanlega búninga í þeim tilgangi að bregða og hræða aðra nemendur. 

Nemendur ML að ganga Draugaganginn. Mynd: Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir.

Viðburðurinn skapaði líflega og skemmtilega stemningu í skólanum. Nemendur nutu þess að horfa saman á hryllingsmynd á meðan þeir biðu eftir að ganga Draugaganginn. Víða mátti heyra bæði öskur og hlátur um skólann og má segja að Draugagangurinn þetta árið hafi að venju tekist einstaklega vel.

Elena R. Marquez Gunnlaugsdóttir
ritnefndarformaður nemendafélagsins Mímis

Nýjar fréttir