5.5 C
Selfoss

Northern Lights Fantastic Film Festival á Stokkseyri

Vinsælast

Þriðja Northern Lights – Fantastic Film Festival verður haldin dagana 30. október til 2. nóvember á Fisherinn Culture Center á Stokkseyri. Hátíðin sýnir yfir 50 alþjóðlegar vísindaskáldskap-, ævintýra-, fantasíu- og hrollvekjustuttmyndir sem keppa til veglegra verðlauna.

Verðlaun er veitt í tveim flokkum á hátíðinni, AURORA Award fyrir bestu leiknu myndina og NEXUS Award fyrir bestu teikni/hreyfimyndina. Í dómnefnd sitja m.a. Óskarstilnefndi höfundurinn Pamela Ribon (Moana, Nimona, My Year of Dicks) og Hugleikur Dagsson.

Hátíðin fékk innsendar myndir á Filmfreeway frá 34 löndum í 5 heimsálfum og valdi til þátttöku 53 myndir frá 23 löndum. Þeirra á meðal eru margverðlaunaðar myndir sem hafa nýlega veriðsýndar á virtum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Þess má geta að ein þeirra mynda sem var sýnd og keppti á hátíðinni í fyrra, I’m Not a Robot, hlaut í framhaldinu Óskarsverðlaunin fyrir bestu leiknu stuttmynd ársins.

Fjöldi erlendra höfunda og leikstjóra verða viðstaddir hátíðina til að fylgja myndum sínum eftir eins og mikið af því íslenska kvikmyndagerðarfólki sem tekur þátt í hátíðinni.

Þematengdir sérviðburðir hátíðarinnar eru t.d. Fantastic Film – Pub-quiz, Hrekkjavökubúningapartý og fjölskylduvænt Hrekkjavökubíó. Öll geta fundið eitthvað „fantastic“ við sitt hæfi á hátíðinni.

Mynd: Aðsend.

Þematengdir bransaviðburðir hátíðarinnar eru m.a.:

  • Spjallborð: „Fantastic“ handritasmíð – Að skapa heima handan veruleikans.

Samtal við handritshöfunda og kvikmyndagerðarfólk sem þorir að ímynda sér það sem liggur handan hins hversdagslega.

  • Frá Ævintýrum til Martraða!

Í tilefni að 150 ára dánarafmælis H.C. Andersen er sunnudagurinn tileinkaður myrku ímyndunarafli meistarans, íslenskum bókmenntaarfi og „fantastic“ sagna- og kvikmyndagerð.

  • Frumsýning – Adorable Humans (2025)/ Q&A

Fjögurra þátta dönsk safnmynd innblásin af sumum óhugnanlegustu hrollsögum H.C. Andersen. Dönsku kvikmyndahöfundarnir og leikstjórarnir Michael Kunov & Michael Panduro taka þátt í spurt & svarað eftir sýninguna.

  • Spjallborð: H.C. Andersen / Frá ævintýrum til martraða

Spjallborð þar sem rætt er um áhrif íslensks bókmenntaarfs á Andersen og í kjölfarið, áhrif hans á komandi kynslóðir ævintýra- og hrollvekjuhöfunda.

Sjá nánar:
Northern lights - Fantastic Film Festival

Nýjar fréttir