Alma Möller Heilbrigðisráðherra hefur skipað Helga Hafstein Helgason, yfirlækni lyflækninga og krabbameinslækni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem fulltrúa í Krabbameinsráð, sem er samstarfsvettvangur heilbrigðisráðherra um veitingu krabbameinsþjónustu á Íslandi.
Helgi Hafsteinn var tilnefndur af HSU í ráðið sem mun starfa til að tryggja framgang nýsamþykktrar krabbameinsáætlunar til ársins 2029 með yfirsýn og ráðgjöf til heilbrigðisráðherra varðandi málaflokkinn.
Hlutverk ráðsins er meðal annars að hafa yfirsýn yfir aðgerðum í krabbameináætlun og vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar, koma með tillögur að verkaskiptingu krabbameinsþjónustu yfir öll stig heilbrigðisþjónustunnar og fylgjast með framþróun innan krabbameinslækninga á Íslandi.
„Vegna fólksfjölgunar, breyttrar aldurssamsetningar þjóðar og bættra krabbameinslyfjameðferða mun sjúklingum sem læknast af krabbameini eða þurfa að lifa með krabbameini fjölga mikið á næstu áratugum og því er skýr stefnumörkun í þessum málaflokki mjög mikilvæg“, segir Helgi Hafsteinn inntur eftir hvað má áætla að áherslur Krabbameinsráðs yrðu.
Auk Helga Hafsteins sitja í ráðinu, Halla Þorvaldsdóttir sem formaður, Agnes Smáradóttir frá Landspítalanum, Friðbjörn R. Sigurðsson frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, María Heimisdóttir frá embætti landlæknis og Sólveig Ása Tryggvadóttir fyrir hönd Krafts. Starfsmaður hópsins frá heilbrigðisráðuneytinu er Selma Margrét Reynisdóttir.
Óhætt er að segja að innan HSU starfar afar sterk krabbameinsdeild og hefur fram á að færa eina færustu lækna landsins til að sinna þeim málum.
HSU óskar Helga og hópnum öllum, velfarnaðar í verkefnum málaflokksins.

