2.9 C
Selfoss

Fjölskylduskátar fjöregg Fossbúa

Vinsælast

Annan hvern laugardag hittist hópur fólks á ýmsum aldri, fer í leiki, vettvangsheimsóknir, skógarferðir, fjöruferðir, föndrar, syngur, spilar, bakar, eldar og margt margt fleira. Þessi hópur nefnist Fjölskylduskátar Fossbúa ætlaður börnum undir 10 ára og fjölskyldum þeirra.

Foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir taka virkan þátt í dagskrá hvers fundar og leysa fjölbreytt verkefni af hendi sem fjölskylda. Dagskráin er miðuð út frá getu barna á aldrinum 3-9 ára en eldri og yngri systkini eru velkomin með.

Mynd: Aðsend.

Yfirskrift fjölskylduskáta er ævintýri, náttúra og samvera.

Fundir eru annan hvern laugardag klukkan 10:30-12:00 yfirleitt á Selfossi en fundir eru líka haldnir annars staðar og það þá auglýst sérstaklega. Mæting er í Glaðheima, Tryggvagötu 36.

Fram að áramótum verða fundir sem hér segir: 8. nóvember, 22. nóvember og 6. desember. Starfið hefst svo aftur 17. janúar 2026 og heldur áfram í sama takti.

Nýjum fjölskyldum er velkomið að mæta og prófa.

Nýjar fréttir