KK heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 25. október nk. kl. 18:00. Komdu á ljúfa hausttónleika og hlustaðu á tóna og sögustund hjá KK eins og honum einum er lagið. KK hefur nokkrum sinnum haldið tónleika í Skálholti og alltaf hefur selst upp, þannig að tryggið ykkur miða í tíma!
Umfangsmikil fjársöfnun fór fram á árinu til að standa straum af kaupum á Steinway-flygli í kirkjuna, en flygillinn kom úr Salnum í Kópavogi. Enn vantar herslumuninn til að greiða flygilinn upp. Miðaverð 5900 kr. Miðasala við innganginn og á tix.is undir „KK í Skálholtsdómkirkju“. Allur ágóði af tónleikunum rennur í flygilsjóðinn en Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir tónleikana þannig að tónlistarmaðurinn fær greitt fyrir vinnu sína. Húsið opnar kl. 17.00.
Verið velkomin í Skálholt!

