2.9 C
Selfoss

Starfsárið fer vel af stað hjá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla

Vinsælast

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla á Selfossi hóf starfsárið með því að halda upp á 21 árs afmæli skólans 16. október. Af því tilefni efndi félagið til fjölskyldugöngu á Silfurbergið við Ingólfsfjall. Markmið göngunnar var að efla samveru nemenda og foreldra/forráðamanna, hvetja til hreyfingar og kynna þá möguleika sem nærumhverfið býður upp á.

Um 70 manns tóku þátt í göngunni í dásamlegu veðri og nutu samverunnar í náttúrunni. Að göngu lokinni bauð félagið upp á safa og kex og fóru allir heim endurnærðir eftir daginn.

Mynd: Aðsend.

Næsta verkefni félagsins er innleiðing farsældarsáttmálans í Sunnulækjarskóla. Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem byggir á samvinnu foreldra um að móta sameiginleg viðmið og gildi sem styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu. Með því myndast eins konar „þorp um börnin“.

Til að innleiða sáttmálann mun foreldrafélagið standa fyrir vinnustofum í Sunnulækjarskóla dagana 4.–6. nóvember kl. 17:00–19:00.

  • Foreldrar barna í 8.–10. bekk 4. nóvember,
  • foreldrar barna í 5.–7. bekk 5. nóvember,
  • Foreldrar barna í 1.–4. bekk mæta svo 6. nóvember.

Vinnustofurnar hefjast með stuttri kynningu frá samtökunum Heimili og skóla, en síðan setjast foreldrar í hverjum árgangi saman og ákveða hvaða reglur og viðmið þeir vilja hafa til að efla jákvæða menningu innan barnahópsins.

Til þess að hámarka líkur á árangursríkri vinnu er ætlast er til að að minnsta kosti eitt foreldri eða forráðamaður mæti fyrir hvert barn. Það verður spennandi að fylgjast með niðurstöðum þessarar vinnu.

Nýjar fréttir