2.9 C
Selfoss

Glans lokað tímabundið vegna vandamála

Vinsælast

Þvottaþjónustan Glans á Selfossi hefur verið lokuð tímabundið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að unnið hafi verið að því að laga frávik í þvottagæðum, en því miður hafi ekki tekist að ná tilætluðum árangri.

„Við töldum okkur vera búin að ná utan um vandamálið með þvottagæðin en því miður hefur það ekki náðst,“ segir í tilkynningunni. Þjónustan verður því lokuð á meðan unnið er að því að leysa málið.

Nýjar fréttir