Haukur Þórðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. Haukur er vélvirkjameistari og búfræðingur, búsettur á Selfossi. Hann hefur starfað sem kennari og umsjónarmaður véla, bíla, verkstæðis og tæknibúnaðar í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri frá 2005. Hann mun hefja störf við Sorpstöðina 1. janúar 2026.
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri Sorpstöðvarinnar

