2.9 C
Selfoss

Allt á suðupunkti í Hveragerði

Vinsælast

Allt var á suðupunkti í Frystikistunni í Hveragerði þegar Hamarsmenn tóku á móti Vestra í Unbrokendeild karla í blaki föstudaginn 10. október sl.

Hamarsmenn unnu fyrstu hrinuna 25-18. Vestri jafnaði svo 25-22 og þriðja hrinan var jöfn og spennandi, en lauk þó með sigri heimamanna 26-24. Í fjórðu hrinunni var allt í járnum og á suðupunkti þegar dómarinn þurfti að taka á honum stóra sínum.

Borislav Nikolov hjá Hamri og Nicolás Molina, hjá Vestra, fengu báðir rautt spjald fyrir óíþróttamannslega hegðun og var það ákveðinn vendipunktur í hrinunni.  Hamar skreið þá fram úr og vann hrinuna örugglega 25-16 og þar með leikinn 3-1.

Stigahæstur í liði Vestra var Franco Nikolas Molina með 17 stig, en stigahæstur í liði Hamars var Dennis Pavlovs með  25  stig.

Kristín H. Hálfdánardóttir
Fjölmiðlafulltrúi Hamars

Nýjar fréttir