Sunnudaginn 12. október kl. 14.00 verður haldin þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju í Flóahreppi. Undanfarin ár hefur verið haldin þjóðbúningamessa í október og er engin breyting þar á að þessu sinni. Messukaffi, Pálínuboð, þar sem allir koma með eitthvað á sameiginlegt kaffiborð, verður í Þjórsárveri að lokinni messu. Allir eru hvattir til að koma til messu, hvort sem fólk á þjóðbúning, íslenskan eða annarrar þjóðar, eða ekki og vonumst við til sjá ykkur og eiga góða stund saman. Prestur er sr. Guðbjörg Arnardóttir, Pétur Nói Stefánsson er organisti og kór Hraungerðis og Villingaholtskirkju syngja við athöfnina.


