2.9 C
Selfoss

Nýr blaðamaður ráðinn til starfa

Vinsælast

Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem nýr blaðamaður hjá Dagskránni, fréttablaði Suðurlands, og fréttavef blaðsins, DFS.is. Hún hefur nú þegar hafið störf. Sæbjörg er búsett og uppalin í Hveragerði. Sæbjörg hefur lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni og hefur mikinn áhuga á skriftum og fréttamiðlun.

„Það er bæði heiður og ánægja að fá þetta tækifæri og ég hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu og spennandi verkefni sem fylgja starfi blaðamanns hjá Dagskránni,” segir Sæbjörg Erla.

Björgvin Rúnar Valentínusson, útibússtjóri Prentmets Odda á Selfossi, rekstraraðili Dagskrárinnar, kemur til með að hugsa tímabundið um ritstjórn Dagskrárinnar og DFS.is.

Nýjar fréttir