2.9 C
Selfoss

Kynningarfundur um fjárfestingaátak Kríu haldinn á Selfossi

Vinsælast

Fimmtudaginn 2. október klukkan 8:30 munu fulltrúar frá Nýsköpunarsjóðnum Kríu (NSK) vera með kynningu í Fjölheimum á Selfossi í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands.

Fundurinn er fyrir öll þau sem vilja kynna sér fjárfestingaátakið og fá upplýsingar um hvernig á að sækja um í það. Fjárfestingaátakið miðar að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum snemma á þróunarferli þeirra. Viðskiptahugmyndin sem félagið byggir á þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er það til framdráttar að lykilteymi félagsins skipi fjölbreyttur hópur með bakgrunn, reynslu og þekkingu sem nýtist vel við framgang félagsins. Félög af landsbyggðinni eru sérstaklega hvött til að sækja um fjárfestingu.

Á fundinum mun Valdimar Halldórsson, fjárfestingastjóri hjá NSK, kynna átakið og fara yfir umsóknarferlið. Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea, mun segja frá sínu félagi en þó fengu fjárfestingu í átaki NSK árið 2023. Svo verður Jón Ingi Bergsteinsson, formaður IceBan – Samtök íslenskra englafjárfesta, segja frá því félagi.

Nánari upplýsingar og umsóknir

Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum Nýsköpunarsjóðsins Kríu verður í þessu átaki sérstakt umsóknarferli og þurfa félög að sækja um fyrir 20. október nk. Allar nánari upplýsingar um átakið og umsóknarferlið má finna á heimasíðu NSK, www.nyskopun.is/atak.

Nýjar fréttir