2.9 C
Selfoss

Borið nýja holu í Hveragerði

Vinsælast

Veitur hefja nú undirbúning á borun á nýrri holu í Hveragerði. Holan verður staðsett í Hveragarðinum við varmastöðina Bláskóga. Holan mun nýtast hitaveitukerfi bæjarins en á svæðinu er nú þegar ein borhola sem hefur reynst vel. Stefnt er að því að borun ljúki í lok október og verði tekin í notkun á nýju ári.

Á meðan framkvæmdir standa yfir verður Varmá vöktuð þar sem umfram vatn mun renna í ána. Framkvæmdir eiga ekki að hafa áhrif á lífríki ánnar en hún verður vöktuð samt sem áður.

Nýjar fréttir