2.9 C
Selfoss

Berserkir á Íslandsmótinu í GI

Vinsælast

Berserkir mættu sterkir til leiks á Íslandsmótinu í GI með fjóra keppendur – og niðurstaðan var glæsileg: 4 gull, 1 silfur og 1 brons.

Þröstur Valsson átti frábæran dag og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir örugga sigra í báðum glímum sínum. Hann tók einnig þátt í opna flokknum þar sem hann sigraði eina glímu og tapaði annarri.

Sigríður Jóna keppti á sínu fyrsta móti og vann strax fyrstu glímuna sína gegn reyndari andstæðingi. Hún sýndi flott tilþrif og lofar framtíðin góðu.

Hekla Dögg mætti félaga sínum Sigríði í innbyrðis viðureign og tryggði sér brons með sigri þar.

Arna Diljá náði silfri í opna flokknum. Hún lagði Heklu Dögg í undanúrslitum en mætti síðan Önnu Soffíu í úrslitum sem fór með sigur af hólmi.

Þjálfari með hópnum var Egill Blöndal. Auk þess sá Arna Diljá einnig um framkvæmd mótsins, sem tókst mjög vel. Við þökkum BJÍ fyrir skemmtilegt og vel skipulagt mót!

Nýjar fréttir