POWERtalk-deildin Jóra á Selfossi heldur kynningarfund mánudagskvöldið 22. september kl. 19:30 í Selinu, Engjavegi 48.
Á fundinum fá gestir innsýn í starfsemi samtakanna, sem miðar við að gefa aðilum tækifæri til sjálfsþroska með markvissri þjálfun í málefnalegum og fordómalausum tjáskiptum, framkomu, ræðumennsku og skilvirkri fundarstjórn. Lögð er áhersla á jákvætt og uppbyggilegt umhverfi þar sem félagar þjálfast á jafningjagrundvelli og verkefnin verða smám saman krefjandi eftir því sem sjálfstraustið eykst.
POWERtalk-deildin Jóra heldur fundi tvisvar í mánuði, yfirleitt fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar, en fundir eru auglýstir á Facebook-síðu deildarinnar.
Á kynningarfundinum 22. september verður boðið upp á kræsingar og eru allir velkomnir.

