2.9 C
Selfoss

Eplakaka frá ömmu Ingveldi og risarækjuréttur

Vinsælast

Ingveldur Guðjónsdóttir er sunnlensku matgæðingur vikunnar.

Ég vil byrja að þakka Jóhönnu Bríet frænku minni fyrir þessa áskorun.

Það er erfitt að koma á eftir henni, hún er snilldarkokkur. Mér finnst mjög gaman að elda og baka kökur, fór snemma í sveit til ömmu minnar og nöfnu og lærði mikið af henni.

Eplakaka frá ömmu minni Ingveldi

  • 4 egg
  • 200 g sykur
  • 200 g smjör
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. vaillusykur
  • 200 g hveiti
  • 4 epli
  • Vanillusykur

Egg, sykur og smjör hrært saman. Síðan er bætt úti þurrefni.

Sett í kökumót og hýði tekið af eplunum og þau skorin niður í skífur kanil sykri stráð yfir og set líka oft möndlur yfir.

Bakað 175°C í ca. 45 mínútur, fer aðeins eftir ofnum. Gott er að bera hana fram heita og hafa þeyttan rjóma með.

Risarækjur uppskrift

  • 6 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 1/2 dl parmesan rifinn niður
  • 2 msk. smjör
  • 1 msk. ólívuolía
  • 500 g risarækjur
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1 til 1 1/2 dl þurrt hvítvín
  • 3 dl rjómi
  • 2 msk. fersk steinselja söxuð niður

Hitið olíu á meðalhita á pönnu. Steikið rækjurnar um 1 til 2 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salt og pipar.

Bræðið smjör á sömu pönnu og steikið hvítlaukinn snöggt. Hellið þá hvítvíni á pönnuna og leyfið þessu aðeins að malla. Næst fer rjómi og rifinn parmesan, þetta er aðeins látið malla, þar til sósan fer að þykkna. Kryddið með salt og pipar.

Setið rækjunar út í sósuna ásamt steinselju. Berið fram með hrísgrjónum og ristuðu brauði. Gott að hafa ískalt hvítvín með.


Ég vil skora á dóttir mína Ásdís Elvarsdóttir. Hún er snillingur í eldhúsinu.

Nýjar fréttir