2.9 C
Selfoss

Margverðlaunaður Slóvakískur kór flytur magnaða tónlist í Skálholti

Vinsælast

Sunnudaginn 14. september kl. 16:00 verður einstakur tónlistarviðburður í Skálholtsdómkirkju þegar hinn margverðlaunaði kór Cantica Collegium Musicum frá Slóvakíu kemur fram undir stjórn hins kunna kórstjóra Štefans Sedlickýs.

Kórinn, sem hefur sungið víða um heim – allt frá Þýskalandi til Rómar þar sem hann flutti tónlist fyrir páfa Benedikt XVI – flytur fjölbreytta a cappella efnisskrá. Áheyrendur fá að njóta trúarlegrar og veraldlegrar tónlistar frá ólíkum tímum, eftir bæði slóvakísk og heimsþekkt tónskáld.

Kórinn er margverðlaunaður og hefur m.a. unnið gullverðlaun á alþjóðlegum kórakeppnum í Evrópu og víða um heim.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri að upplifa hágæða kórtónlist í einstöku umhverfi Skálholtsdómkirkju.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Nýjar fréttir