2.9 C
Selfoss

Ær/lambafillet í airfryer, brokkolísalat og smjörsteiktur maís

Vinsælast

Jóhanna Bríet Helgadóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Ég vil byrja á að þakka pabba fyrir áskorunina. Mér finnst fátt jafn skemmtilegt eins og að brasa í eldhúsinu. Ég er sauðfjár- og kúabóndi svo það þarf ekki að koma neinum á óvart að ég komi hér með fljótlega aðferð við að elda ærfillet, en ég var frekar sein á vagninn að fjárfesta í airfryer og sé ekki í eina sekúndu eftir þeim kaupum.

  • Ær/lambafillet í airfryer
  • 600 g ær eða lambafilltet
  • Kjöt og grillkrydd
  • Salt & pipar

Skerið rákir í fituna og kryddið með kjöt & grillkryddinu, salti og pipar. Leyfið því að marinerast í ísskáp í 2 sólarhringa (ekki skylda, en allt kjöt verður betra þá).

Stillið airfryerinn á „Broil“ 200°C og eldið í 8 mín. á hvorri hlið. Takið kjötið út og leyfið að hvíla í 10 mín.

Brokkolísalat

  • 4 sneiðar beikon
  • ½ brokkolíhaus
  • ½ paprika
  • ½ gúrka
  • 1 avakadó
  • 3 msk. mæjones
  • 1 tsk. karrý
  • 1 tsk. chili explotion

Eldið beikonið í ofni þar til það er tilbúið. Skerið í bita og kælið. Sjóðið brokkolíið, skerið það svo í grófa bita og kælið. Skerið papriku, gúrku og avakadó smátt niður og setjið í skál. Blandið mæjonesi og kryddum saman við. Að lokum bætiði brokkolí og beikoni við.

Smjörsteiktur maís

  • Maiskorn í dós
  • Smjör
  • Salt
  • Hitið maíisinn í potti með smjöri og salti.
  • Piparsveppasósa
  • ½ piparostur
  • ½ villisveppaostur
  • 500 ml rjómi
  • 1 tsk rifsberjahlaup
  • 1 askja Flúðasveppir
  • 1 sveppa kraftur
  • Smjörklípa
  • Salt & pipar

Skerið sveppi niður og steikið í potti uppúr smjöri. Rífið ostana niður á rifjárni og bætið út í ásamt rjómanum. Þegar það hefur bráðnað saman bætiði restinni út í og smakkið til með salti og pipar.

 


Ég vil skora á móðursystur mína, Ingveldi Guðjónsdóttur að vera næstu matgæðingur. Hún er algjör snillingur í eldhúsinu og töfrar fram þvílíku matar-og kaffiveislurnar á núll einni.

Nýjar fréttir