2.9 C
Selfoss

Hátíð sem skipar sér sess í hjarta fólksins

Vinsælast

Árleg Kjötsúpuhátíð fór fram á Hvolsvelli um helgina. Hátíðin hefur skipað sér sess í hjörtum heimafólks sem skreytti hús sín og garða í hinum ýmsu litum og það vantaði ekki metnaðinn. Enginn kom að tómum kofanum þar sem súpa var framreidd og atriði helgarinnar ekki af verri endanum. Fólk flykktist því að víðsvegar af suðurlandi.

Líkt og áður er kjötsúpan í aðalhlutverki, en fjölskyldur bæjarins bjóða gestum í súpu á svokölluðu súpurölti. Það má með sanni segja að hátíðin hafi verið lífleg og létt yfir mannskapnum.

Dagskráin var fjölbreytt. Á svæðinu voru tónleikar með hinum ýmsu hljómsveitum og atriðum. Markaðir og matarvagnar, BMX- brós sýndu listir sínar og sannkölluð uppskeruhátíð. Börnin voru ekki svikin þar sem VÆB mættu og tóku lagið við mikinn fögnuð ungra áheyrenda. Það voru ýmisskonar tónar sem hljómuðu á Hvolsvelli þá helgina, djassinn dunaði en Unnur Birna ásamt manni sínum Skafta og honum reynda tónlistarmanni Bjössa Thor tróðu upp í sveitabúðinni Unu.

Unnur Birna og Bjössi Thor
Ljósmynd: Sandra. C

Á laugardagskvöldinu naut fólk svo brekkusöngs í boði Guðrúnu Árnýjar og flugeldasýning í lokin en síðan tók við dansleikur sem hélt uppi stuðinu langt fram á nótt.

Sandra Clausen

Nýjar fréttir