2.9 C
Selfoss

Matgæðingur vikunnar

Vinsælast

Takk, Björgvin fyrir tilnefninguna. Það myndi kannski meika mestan sens að ég kæmi með eitthvað sem paraði vel með bearnaise-sósu, svona miðað við orð Björgvins í síðustu dagskrá (en allir sem þekkja vin minn, þá er hann sögumaður góður). En ég ætla í þetta skipti að fara í allt aðra átt og leita í uppskriftabók tengdamóður minnar, Elínar Jónsdóttur frá Breiðási, sem var einstaklega gott að koma til í mat og mikill snillingur í matargerð.

Kjúklingaréttur Ellu í Breiðási

3 dl tómatsósa

1,5 tsk karrý

1 tsk. pipar

1 tsk salt

0,5 l rjómi

Tómatsósu, rjóma og kryddi er hrært vel saman.

Kjúklingabitum að eigin vali raðað í eldfast mót og bitarnir smurðir með

sósublöndunni og einnig hellt smá sósu í móið sjálft. Þessu er síðan skellt í ofn og eldað í 20-30 mín við 180°.

Þá er kjúklingnum snúið við og sósu smurt aftur á, hiti lækkaður í 160° og eldað í 10-15 mín. Seinast er restinni af sósunni sett í mótið og bitum.

snúið og klárað að elda á 120° þangað til að kjúklingurinn er fulleldaður.

Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum, frönskum kartöflum og fersku

salati að eigin vali.

Ég ætla að skora á Helga Sigurð Haraldsson að koma með næstu uppskrift.

Nýjar fréttir