2.9 C
Selfoss

Jökulhlaup er hafið úr Hafrafellslóni austan Langjökuls.

Vinsælast

Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Vatnsstaða Hafrafellslóns virðist hærri en nokkru sinni fyrr og ekki er hægt að útiloka að hlaupið nú verði umfangsmeira en árið 2020.
Íbúum á svæðinu er bent á að huga að mögulegum áhrifum á eignir og búfénað við bakka Hvítár.  Enn ríkir óvissa um þróunina, meðal annars hversu langan tíma það tekur að ná hámarksrennsli.

Þá segir að undanfarnar vikur hafi sérfræðingar Veðurstofunnar fylgst með þróun lónsins með gervitunglamyndum. Hafrafellslón sé jaðarlón og í það safnist leysingarvatn úr jöklinum að sumarlagi. Síðast hafi umtalsvert jökulhlaup orðið úr lóninu í ágúst 2020 og annað minna hlaup sumarið 2021.

Nýjar fréttir