2.9 C
Selfoss

Heilsustofnun fagnaði 70 ára afmæli um síðustu helgi

Vinsælast

Margt um manninn við afmælishátíð Heilsustofnunar

Það var svo sannarlega margt um manninn við Heilsustofnun síðastliðinn laugardag þegar haldið var upp á 70 ára afmæli stofnunarinnar. Veitingarnar voru ekki af verri endanum, tónlistin ómaði um túnið og ýmis afþreying var í boði fyrir yngri kynslóðina.

Heilsustofnun á árum áður
Héraðsskjalasafnið

„Þetta hefur gengið alveg frábærlega vel, fullt af fólki hefur mætt og nóg um að vera hjá okkur,“ segir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar, ánægður í bragði þar sem hann stendur á miðri lóð við „Hælið“ sem nú fangar 70 ára afmæli.

Það var boðið upp á tómatsúpu gerða úr lífrænum tómötum sem ræktaðir voru við Heilsustofnun og má segja að súpan hafi slegið í gegn ásamt hjónabandssælu sem framreidd var í kjölfarið með þeyttum rjóma.

„Allir hafa notið dagsins og veislan var vel heppnuð,“ bætir Þórir við.

Þórir Haraldsson

„Það mætti hér í gleðina fólk sem þekkir til og minnist sögu stofnunarinnar og heiðri hennar var haldið hér á lofti. Í húsinu hefur síðastliðin ár verið rekin læknisfræðileg, þverfagleg endurhæfing. Við erum að sýna mælanlegan árangur á því hvaða jákvæðu áhrif dvölin hefur á heilsu fólks,“ segir Þórir stoltur á svip.

Systur við söng og gleði
Ljósmynd: Sandra.C

„Endurhæfingin er vanalega um fjórar vikur, þar sem fólk finnur frá 20% og allt upp í 28% aukningu á styrk í líkama, sér í lagi í fótum og höndum. Því eykur það á lífsgæðin og heilsan skiptir í raun öllu máli. Hefur því dvölin á stofnuninni verið mörgum afar dýrmæt.“ Bætir hann við, sannarlega ánægður með þá útkomu.

S.C

Nýjar fréttir