3.5 C
Selfoss

Meistaramótið í fjölþrautum haldið í Reykjavík

Vinsælast

Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið í Reykjavík helgina 16.–17. ágúst. Frjálsíþróttadeild Selfoss átti tvo keppendur í 15 ára flokki sem stóðu sig báðir frábærlega.

Anna Metta Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut í flokki 15 ára. Anna Metta hlaut 2802 stig í fimmtarþrautinni. Frábær þraut hjá hinni stórefnilegu Önnu Mettu.

Magnús Tryggvi Birgisson varð í þriðja sæti í fimmgarðsþraut í flokki 15 ára pilta. Hann er 14 ára gamall og náði 2082 stigum. Hann sigraði kastgreinarnar báðar, kastaði kringlunni 33,28 m og spjótinu kastaði hann 36,80 m og bætti sinn besta árangur. Magnúsi Tryggvi er því hinn efnilegasti og stóð sig með prýði.

Nýjar fréttir