3.5 C
Selfoss

Gunnar Kári að láni frá FH út komandi handknattleikstímabil

Vinsælast

Gunnar Kári Bragason hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss en hann kemur að láni frá FH út komandi tímabil.

Gunnar Kári er 21 árs línumaður uppalinn á Selfossi. Þar steig hann sín fyrstu alvöru skref í meistaraflokki fyrir tveim árum. Síðasta haust gekk hann svo til liðs við FH þar sem hann varð deildarmeistari í Olísdeildinni í vor.

“Það er gleðiefni að fá þennan unga og efnilega Selfyssing í hópinn og það verður gaman að sjá Gunnar aftur á parketinu í vínrauðu treyjunni.”

Nýjar fréttir