3.5 C
Selfoss

Tvöfalt gull og tvöfalt silfur á HM í Sviss

Vinsælast

Védís Huld Sigurðardóttir tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í fjórgangi ungmenna á Ísaki frá Þjórsárbakka á nýafstöðnu Heimsmeistaramót í Swiss. Hún gerði síðan gott betur þegar hún tryggði sér einnig heimsmeistaratitil í tölti ungmenna á sama hesti. Segja má að þar hafi þau klárað sinn keppnisferil saman á toppnum en fyrr í sumar tryggðu þau sér einnig tvöfaldan Íslandsmeistaratitil í sömu greinum. Eins og flestir vita þá getur íslenski hesturinn ekki komið heim til Íslands aftur en Ísak mun fara til Svíþjóðar til nýrra eigenda.

Sigursteinn Sumarliðason tryggði sér tvö silfur í 250 m og 100 m skeiði á hestinum Krókusi frá Dalbæ. Þar munaði aðeins hársbreidd frá gullinu. Það verður mikill söknuður af þeim félögum af skeiðbrautinni hérna heima en þeir hafa átt mjög farsælan feril.

Glódís Rún Sigurðardóttir og Snillingur frá Íbishóli kepptu nú í fyrsta skipti í fullorðinsflokki á heimsmeistaramótinu og sýndi Glódís svo sannarlega hvað í henni býr. Þau kepptu í fimmgangi og náðu þau glæsilegum árangri og urðu í toppi 5 eftir forkeppni og þar með A-úrslit og enduðu þau með fjórðu hæstu einkunn og 5.sæti.

Nýjar fréttir