2.9 C
Selfoss

Töðugjöld – hátíðin okkar allra

Vinsælast

Töðugjöld fara fram í Rangárþingi ytra dagana 12.–17. ágúst. Fjölbreyttir viðburðir verða alla vikuna og hátíðin nær svo hámarki sínu að vanda með glæsilegum hátíðardegi laugardaginn 16. ágúst.

Töðugjöld eru sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Kvöldvakan á laugardeginum verður stjörnum prýdd. Þar koma fram VÆB, Aron Can, Gunni Óla og Guðrún Árný sem stjórnar brekkusöng af sinni alkunnu snilld. Jóel Sæmundsson leikari verður í hlutverki kynnis og ætlar að líma dagskrána saman með gleði og gríni. Að venju sér Flugbjörgunarsveitin á Hellu um flugeldasýninguna sem er alltaf stórkostleg.

Laugardagurinn byrjar á morgunverði fyrir gesti og gangandi í íþróttahúsinu á Hellu kl. 10. Sveitarfélagið í samstarfi við styrktaraðila á svæðinu sjá til þess að enginn fari svangur út í daginn en fyrirtækin sem styrkja morgunverðinn eru Reykjagarður, SS, Fiskás, Kjörbúðin, GK bakarí, Sláturhúsið á Hellu og MS.

Markaður verður í íþróttahúsinu á Hellu frá 10-16 þar sem ýmislegt spennandi verður í boði; handverk, list, matur, snyrtivörur og fleira. Einnig verður Hugverk í heimabyggð með listasmiðju fyrir krakka á milli 10 og 14 sem öllum er velkomið að taka þátt í.

Á útisviðinu fer fram hæfileikakeppni barna og dýra, sönghópurinn Tónafljóð flytur lög sem allir krakkar þekkja og Lalli töframaður ætlar að mæta með grín, gleði og blöðrudýr. Hoppukastalar, „Nautið“, loftboltar og matarvagnar verða á íþróttavellinum svo það verður nóg um að vera yfir daginn. Einnig verður hægt að komast á hestbak hjá Sigurlín Guðmundsdóttur sem ætlar að mæta prúðbúin með söðlaðan hest og bjóða krökkum á bak. Kl. 16 verður gömul hefð vakin þegar flugvél flýgur yfir hátíðarsvæðið og kastar karamellum til gesta.

Allar upplýsingar um Töðugjöld má finna á ry.is og á facebook-síðu Töðugjalda

https://www.ry.is/is/frettir/todugjold-2025-dagskra

https://www.facebook.com/todugjold/

Aðrir viðburðir í Töðugjaldavikunni:

Þriðjudagur 12. ágúst: Listasýning á Hólavangi 18 á Hellu kl. 18:18

Miðvikudagur 13. ágúst: Gengið á Gíslholtsfjall með Ferðafélagi Rangæinga kl. 18

Fimmtudagur 14. ágúst: Kartöfluhátíð í Þykkvabæ kl. 17 og heimsókn í Öldur Brugghús á Hellu kl. 20:30

Föstudagur 15. ágúst: Töðugjaldahlaupið kl. 16 og þorpararölt um rauða hverfið kl. 20

Laugardagur 16. ágúst: Hátíðardagur á Hellu og ball með Sunnan sex eftir kvöldvöku

Sunnudagur 17. ágúst: Leikhópurinn Lotta á íþróttavellinum á Hellu kl. 11:30, Listasmiðja fyrir krakka í Menningarsalnum kl. 13 og heimsókn í skógargarðinn í Ölversholti kl. 14.

Rangárþing ytra vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra styrktaraðila hátíðarinnar en þeir eru, auk þeirra sem styrkja morgunverðinn: Landsvirkjun, Þjótandi ehf., Litla lopasjoppan, Stjörnublikk, Húsasmiðjan, Caves of Hella, Arion banki, Fjórir Naglar, Southcoast adventure, Olís, Hótel Rangá, Innnes, Stracta Hótel, Efla, Fannberg fasteignasala, Eimverk distillery, Arkís arkitektar, Rarik, Vörumiðlun, Villt og alið, Landsbankinn og ísbúðin Valdís á Hvolsvelli.

Nýjar fréttir