Keppendur HSK unnu unglingalandsmótstitla í níu mismunandi íþróttagreinum. Hér að neðan er getið um Unglingalandsmótsmeistara af sambandssvæðinu.
Unglingalandsmótsmeistarar HSK:
Fimleikar
Fimleikalið af sambandssvæðinu, sem kallaði sig Ice girls, urðu Unglingalandsmótsmeistarar í flokki 11-14 ára. Í liðinu voru vinkonurnar Andrea Sjöfn Óskarsdóttir, Ásta Kristín Ólafsdóttir, Bergþóra Hauksdóttir og Stella Natalía Ársælsdóttir.
Frjálsar íþróttir
Keppendur HSK unnu 16 unglingalandsmótstitla í frjálsum á mótinu. Margir voru að bæta sinn persónulega árangur, þótt engin HSK-met hafi verið bætt að þessu sinni.
Nikulás Tumi Ragnarsson varð Unglingalandsmótsmeistari í kúluvarpi í 11 ára flokki stráka.
Í 14 ára flokki vann Ásta Kristín Ólafsdóttir titil í spjótkasti stúlkna og Birkir Aron Ársælsson vann spjótkastið í sama aldursflokki pilta.
Anna Metta Óskarsdóttir varð þrefaldur unglingameistari í 15 ára flokki, vann 200 metra hlaup, hástökk og þrístökk. Adda Sóley Sæland vann langstökk og kúluvarp í sama aldursflokki.
Í flokki 16-17 ára vann Kristján Kári Ólafsson kringlukast og sleggjukast. Helgi Reynisson stökk lengst allra í langstökki og Bryndís Embla Einarsdóttir bætti við titlasafn sitt í spjótkasti.
Í elsta aldursflokknum varð Ísold Assa Guðmundsdóttir fjórfaldur meistari, vann 100 metra hlaup, hástökk, þrístökk og kúluvarp. Daníel Smári Björnsson tryggði sér titilinn í þrístökki í 18 ára aldursflokknum.
Glíma
Aron Logi Daníelsson varð landsmótsmeistari í glímu í flokki 13-14 ára stráka.
Golf
Freyja Ósk Ásgeirsdóttir varði titil sinn frá því í fyrra, en hún varð meistari í golfi í 14-15 ára flokki stúlkna.
Grashandbolti
Strumparnir voru öflugir í flokki stráka 11-12 ára, en tvö lið með því nafni tóku þátt í nokkrum greinum á mótinu. Strumparnir 2 urðu landsmótsmeistarar í grashandbolta og þeir sem skipuðu liðið voru þeir Birkir Rafn Ingason, Dagur Ágústsson, Dagur Rafn Gunnarsson, Hafsteinn Ingi Magnússon, Leó Hrafn Daníelsson og Tómas Otrason.
Knattspyrna
Strumparnir 2 urðu unglingalandsmótsmeistarar í knattspyrnu í flokki 11-12 ára. Í sigurliðinu voru þeir Birkir Rafn Ingason, Dagur Rafn Gunnarsson, Hafsteinn Ingi Magnússon, Leó Hrafn Daníelsson og Tómas Otrason.
Krakkahreysti
Krakkahreysti var ný grein á mótinu. Þar áttum við sigurvegara, en þær Ástdís Lilja Guðmundsdóttir og Ísold Edda Steinþórsdóttir, sem kölluðu lið sitt Ice girls, unnu í flokki 11-12 ára stúlkna.
Kökuskreytingar
Í þessari vinsælu grein stóðu HSK-krakkarnir sig vel. Í einstaklingskeppninni í flokki 11 – 12 ára varð Linda Björk Smáradóttir unglingalandsmótsmeistari og Andrea Sjöfn Óskarsdóttir sigraði í flokki 13 – 14 ára. Í liðakeppni í flokki 13 – 14 ára vann liðið Meistararnir titil. Liðið skipuðu þær Ásta Kristín Ólafsdóttir og Stella Natalía Ársælsdóttir.
Sund
Í sundi vann Arnór Karlsson tvo titla, en hann varð meistari í 50 metra baksundi og 100 metra skriðsundi í flokki 15 – 16 ára pilta.
Vinkonurnar í Icegirls, þær Andrea Sjöfn Óskarsdóttir, Ásta Kristín Ólafsdóttir, Bergþóra Hauksdóttir og Stella Natalía Ársælsdóttir, urðu Landsmótsmeistarar í 4×50 m skriðsundi stúlkna.
Hér er ekki getið um þá fjölmörgu sem unnu silfur og brons í ofantöldum greinum. Keppendur frá HSK unnu að auki til verðlauna í borðtennis, frisbígolfi, grasblaki, hjólreiðum, körfuknattleik, pílukasti og stafsetningu. Krakkarnir kepptu einnig í skák og motocross og voru nærri verðlaunasætum. Þá eru þrjár keppnisgreinar ótaldar, en enginn þátttakandi af sambandssvæðinu keppti í rafíþróttum, skák og upplestri.
Úrslit greina má nálgast á www.umfi.is.
Ef lesendur vita um fleiri Unglingalandsmótsmeistara af sambandssvæðinu eru þeir beðnir um að senda upplýsingar á hsk@hsk.is.

