3.5 C
Selfoss

Hið árlega brúarhlaup verður um næstu helgi

Vinsælast

Hið árlega Brúarhlaup á Selfossi fer fram laugardaginn 9. ágúst 2025. Hlaupavegalengdir eru 10 km, 5 km, 3 km ásamt ca 800 m Sprotahlaupi fyrir krakka 8 ára og yngri. Einnig fer fram keppni í 5 km hjólreiðum (skemmtihjólreiðar, ekki hröð keppnisbraut). Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Tímataka er í öllum vegalengdum. (Flögur). Allir þátttakendur koma í mark í Sigtúnsgarðinum í miðbæ Selfoss.

Flokkaskipting er í 5 og 10 km hlaupi og eru veittir verðlaunapeningar fyrir 1.-3. sæti í hverjum aldursflokki og einnig fyrir 1.-3. sæti óháð aldri, karla og kvenna, í hvorri vegalengd. Verðlaunapeningar eru veittir fyrir 1.-3. sæti í 3 km hlaupi og hjólreiðum, í karla og kvennaflokki. Að auki verða dregin út útdráttarverðlaun, úr hópi keppenda og þeim heppnu afhent þau um leið og þeir koma í mark. Verðlaunaafhending fer fram í miðbæjargarði Selfoss, við endamark hlaupsins, kl. 13.00.

Skráning fer fram á hlaup.is, en einnig á hlaupadag frá kl. 09.00 í Landsbankanum á Selfossi. Forskráningu lýkur á netinu á hlaup.is, föstudaginn 08. ágúst kl. 20. Allir keppendur fá frítt í sund eftir hlaup, í boði Sveitarfélagsins Árborgar, gegn framvísun keppnisnúmers.

Tímasetningar og staðsetningar

  • Hlauparar í 10 km verða ræstir á Árvegi, fyrir aftan Krónuna, kl. 11.30.
  • Hlauparar í 5 km hlaupi verða ræstir kl. 12.00 á Árvegi, fyrir aftan Krónuna.
  • Keppendur í 5 km hjólreiðum verða ræstir kl. 11 á Árvegi, fyrir aftan Krónuna.
  • Keppendur í 3 km skemmtiskokki verða ræstir í miðbæjargarði Selfoss kl. 11.30.
  • Keppendur í 800 m Sprotahlaupi verða ræstir í miðbæjargarði Selfoss kl. 12.30.

Nýjar fréttir