5.5 C
Selfoss

Fjölbreytt dagskrá á Hamingjunni við hafið

Vinsælast

Bæjarhátíðin Hamingjan við hafið verður haldin með pomp og prakt í Þorlákshöfn dagana 7.–10. ágúst. Eins og áður er dagskráin fjölbreytt og höfðar til allra aldurshópa. Allir opinberir viðburðir á vegum Sveitarfélagsins Ölfuss eru gjaldfrjálsir og öllum opnir.

Fimmtudagur 7. ágúst hefst með gönguferð á vegum Ferðamálafélags Ölfuss. Um kvöldið verður grillað og dansað á Níunni, auk þess sem Guðlaug og Róbert Dan halda notalega tónleika í garðinum sínum.

Föstudagurinn 8. ágúst mun hin árlega litaskrúðganga hverfanna fara fram með Lúðrasveit Þorlákshafnar í broddi fylkingar. Gangan endar í Skrúðgarðinum þar sem kvöldvaka hefst í hátíðartjaldinu með tónleikum Emilíu Hugrúnar, VÆB, Herra Hnetusmjörs og KK. Kvöldið endar með balli Babies-flokksins.

Laugardagurinn 9. ágúst býður upp á stórskemmtilega fjölskyldudagskrá í Skrúðgarðinum. Þar mæta m.a. íþróttaálfurinn, systurnar Elsa og Anna úr Frost söngleiknum, trúðurinn Wally og Emmsjé Gauti. Börn og fullorðnir geta skemmt sér í veltibíl og loftbolta, auk þess sem markaðstjöld og matarvagnar verða á svæðinu.

Um kvöldið fara fram stórtónleikar í tjaldinu þar sem stjörnur á borð við Siggu og Grétar, Jón Jónsson, Aron Can og GDRN stíga á svið. Að þeim loknum verður glæsileg flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Mannbjargar og svo tekur við hið sívinsæla Hamingjuball með Helga Björns, Matta Matt, Unni Birnu ásamt hljómsveit.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðunni Hamingjan við hafið.

Nýjar fréttir