2.9 C
Selfoss

Rækjutaco með mangósalsa & lime sósu

Vinsælast

Ég vil byrja á að þakka Bjarna Kristni fyrir að senda mér þessa áskorun. Þar sem það er hásumar er viðeigandi að birta sumarlegasta réttinn sem ég finn. Á mínu heimili er þessi ferski og einfaldi taco-réttur eitthvað sem heimilisfólk kann virkilega að meta.

Mangósalsa

  • 1 mangó, skrælt og skorið í teninga (ca. 2 bollar)
  • 115 g kirsuberjatómatar, smátt skornir
  • 1–2 jalapenó, hreinsuð og fínsöxuð (ca 2 msk.)
  • ⅓ bolli rauðlaukur, smátt saxaður (ca. 50 g)
  • 1 tsk. rifinn límónubörkur (valkvætt)
  • 1 msk. safi úr límónu
  • Sjávarsalt eftir smekk 

Rækjur & tortilla-kökur

  • 450 g meðalstórar rækjur,
  • 2 msk. suðræn kryddblanda, t.d. fajitas
  • Jurtaolía til steikingar
  • 10 litlar tortilla-kökur
  • Ferskt krydd, t.d. kóríander, steinselja, mynta
  • Límónubátar til framreiðslu

Lime sósa

  • 50 g majónes
  • 50 g sýrður rjómi (10 %)
  • 1 límóna (börkur + safi)
  • 1 hvítlauksrif

 Aðferð

  1. Mangósalsa
    Hrærið öllu hráefninu saman í skál. Smakkið til með salti og geymið í ísskáp þar til borið er fram.
  2. Lime sósa
    Hrærið saman sýrðum rjóma og majónesi. Rífið börk límónunnar ofan í, pressið hvítlauksrif og hrærið. Bætið 1 msk af límónusafa út í og smakkið til með salti.
  3. Kryddið rækjurnar
    Stráið kryddblöndunni ríkulega yfir rækjurnar báðum megin.
  4. Steikið rækjurnar
    Hitið 1–2 msk. olíu á stórri pönnu við meðalháan hita þar til olían titrar. Steikið rækjurnar í ca. 2 mín. hvor hlið eða þar til þær verða fallega bleikar. Það má einnig grilla þær á Muurikka-pönnu.
  5. Setjið saman & berið fram
    Raðið heitum kökum á diska, setjið rækjur, rausnarlegan skammt af mangósalsa, stráið fersku kryddi og lime sósu yfir.

 


Ég vil hvetja Freyju Kötru Erlingsdóttur til að sýna listir sínar í næsta matgæðingi vikunnar. Þar verður eitthvað frumlegt og framandi!

Nýjar fréttir