Þann 1. júlí 2025 sameinuðust útibú TM og Landsbankans á Selfossi formlega og starfa nú saman undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Með því geta viðskiptavinir nú fengið bæði banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn hefur verið með starfsemi á Selfossi frá árinu 1918 og útibúið þar hefur lengi verið eitt það stærsta hjá bankanum. Eftir sameininguna starfa 20 manns í húsinu við Austurveg, þar af fjórir í sumarafleysingum. Auk þess eru starfsstöðvar í Reykholti og Þorlákshöfn þar sem tveir starfsmenn eru á hvorum stað.

