-1.6 C
Selfoss

Svar við bænum þreyttra foreldra

Vinsælast

Fjölskylduplatan Hjartans mál er komin út! Um er að ræða er 12 laga plötu með lögum og textum Hófíar Samúels. Flytjendur plötunnar eru Hófí Samúels og Greta Mjöll (SamSam), Arnar Jónsson, Rakel Pálsdóttir, Glódís Margrét, Ásta Björg (Töfrar verða til), Unnur Birna, Ída María, Halldór Gunnar, Sigurgeir Skafti og Óskar Þormars.

Hjartans mál er heildstætt verk þar sem máttur og mikilvægi hvíldarinnar, kærleiksrík fjölskyldutengsl, virðing og fjölbreytileiki leika lykilhlutverk. Hvert lag segir sína sögu en saman mynda þau verkið Hjartans mál.

Platan hentar jafnt börnum, foreldrum, ömmum sem öfum! Textar eru einlægir, vandaðir og uppbyggjandi, lögin hugljúf og melódísk. Boðskapurinn er fallegur og einkar mikilvægur nú á tímum streitu, stríðs og fordóma.

Hjartans mál hentar sérstaklega vel fyrir svefninn en einnig í göngutúrinn, bílferðina eða með góðum kakóbolla!

Þetta er önnur plata Hófíar en árið 2014 gaf hún út plötuna SamSam ásamt samnefndri hljómsveit sinni. Á plötunni samdi hún 14 lög og texta.

Hjartans mál er nú aðgengileg á efnisveitu Spotify en frekari upplýsingar um verkið má finna á Instagram síðu Hjartans mál og innan fárra daga opnar vefsíðan hjartansmal.is.

Nýjar fréttir