-4.4 C
Selfoss

Skreytingar sem skapa hátíðarstemningu

Vinsælast

Desember er sá mánuður ársins þar sem heimili okkar margra umbreytist með ýmsum skreytingum. Fyrst koma jólin með sínum hlýlegu litum, kertaljósum og notalegum stundum með þeim sem okkur þykir vænt um. En þegar jólahátíðinni líkur og nýtt ár bankar upp á tekur við allt önnur stemning þar sem gleði, glimmer og glamúr stýra fjörinu.

Það sem sameinar þessar tvær hátíðir desembermánaðar eru hefðirnar, eftirvæntingin og gleðin sem fylgja þeim. Vel útfærðar skreytingar geta dýpkað þessar tilfinningar og aukið bæði spennu og tilhlökkun. Þegar skreytingar eru útfærðar af ástríðu og með persónulegu yfirbragði verður upplifun þeirra sem eru viðstaddir enn minnisstæðari.

Jólin: hlýleg, persónuleg og með skemmtilegri blöndu af gömlu og nýju

Jólaskreytingar oftar en ekki vekja upp einhvers konar tilfinningar. Þær vekja upp minningar, skapa hlýju og tengja okkur við það sem skiptir máli. Fallegar jólaskreytingar byggja oft á því að blanda saman gömlum og nýjum hlutum. Til dæmis arfgengir kertastjakar, gamlar jólakúlur með sögu sem fá að lifa með nútímalegu skrauti.

Það sem er sérstaklega áberandi í jólaskrauti þetta árið að okkar mati er:

  • Vínrauður (burgundy) litur djúpur, ríkulegur og hlýr. Áberandi í borðrenningum, servíettum og öðru jólaskrauti.
  • Slaufur stórar sem litlar á jólatréð, á servíettur, blómavösum, glösum og sem skraut á borði. Bæði flauel og satín slaufur!
  • Perlulengjur alltaf klassískar. Hægt að nota þær á ýmsa vegu. T.d. Á jólatréið eða á matarborðið.
  • Persónulegt jólaskraut til dæmis sérmerktar jólakúlur, fallegar sem skraut á jólatréið eða í jólapakkann.

En það sem lyftir jólaborðinu upp á næsta stig að okkar mati er persónuleg nálgun. Nafnspjöld, merkingar eða smáar gjafir á diskunum gera borðið bæði fallegt og vekur athygli.


Áramótin: því meira og glitrandi, því betra

Áramótin er sá tími sem fólk almennt finnur fyrir gleði og tilhlökkun. Þetta er hátíðin þar sem við sleppum takinu, leyfum glimmerinu að taka yfir og skreytum „over the top“ án þess að sjá eftir því.

Það sem er sérstaklega áberandi í áramótaskrauti þetta árið að okkar mati er:

  1. Diskókúlur í mismunandi stærðum. Þær skapa skemmtilega partý stemningu.
  2. Partý gardínur. Hægt er að nota þær á ýmsa vegu. Til dæmis hengja í loftin, á blöðrur, í ljósakrónur, á veggi eða klippt þær niður og notað þær sem borðskraut.
  3. Glimmer borðrenningar yfir matarborðið. Sem gerir matarborðið hátíðlegra og að miðpunkti kvöldsins.
  4. Annað borðskraut svo sem confetti, glasamottur, áramótahattar, blástursýlur og þetta klassíska sem fylgir áramótunum.

Gestir fá strax þá tilfinningu um að þeir séu á rétta staðnum til að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Það er nákvæmlega tilgangurinn með þessu öllu saman, njóta og hafa gaman saman á áramótunum.

Hvað jólin og áramótin eiga sameiginlegt

Jólin og áramótin eiga margt sameiginlegt þegar kemur að fallegum skreytingum. Það eru nokkur lykilatriði sem vert er að hafa í huga til að ná fram skrautlegu, persónulegu og vel heppnuðu útliti :

1. Leiktu þér með áferðir
Mismunandi áferðir gefa skreytingum bæði dýpt og áhugaverða sjónræna heild. Ekki hika við að blanda saman ólíkum efnum og prófa þig áfram.

2. Persónuleg smáatriði skipta máli.
Nafnspjöld, merkt skraut eða sérsniðið borðskraut gerir upplifun gesta sérstaka. Þær gefa til kynna að þú hafir lagt þig fram við að skapa einstaka upplifun fyrir hvern og einn.
Við hjá Tilefni.is sérmerkjum bæði spjöld, borða og skraut sem gerir borðið þitt einstaklega persónulegt. (Sjá merkta satín borða á mynd)

3. Hugsaðu um skreytingar sem upplifun
Hátíð er upplifun. Gott er að hafa í huga að fallegar skreytingar geta skapað rammann utan um góða stund og notalegt andrúmsloft.

Við trúum því að skreytingar eru ekki aðeins skraut heldur leið til að segja sögu og skapa þá stemningu sem þú vilt að fólkið þitt beri áfram með sé í minningum. Lykilatriðið er að leyfa þinni persónu að skína í gegn og leika þér með efni, liti og áferð.

Hjá okkur finnur þú fallegt skraut fyrir veisluna þína. Endilega kíktu við á Austurveg 9 (neðsta hæð) og við hjálpum þér að finna rétta skrautið fyrir tilefnið þitt.

Sjá heimasíðu:
Tilefni.is
Sjá Facebook-síðu:
Tilefni
Sjá Instagram síðu:
Tilefni

Hanna Margrét Arnardóttir
og Rakel Guðmundsdóttir,
eigendur Tilefni

Nýjar fréttir