Fjár- og stóðréttir eru að byrja um land allt um þessar mundir. Það er ekki skortur á þeim á Suðurlandi. Hér að neðan má sjá lista yfir tímasetningar á auglýstum réttum sem framundan eru í landshlutanum.
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. – 14. september
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn – 13. september
Tungnaréttir í Biskupstungum – 13. september
Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, Árn. – 12. september
Austur-Landeyjaréttir hjá Grenstanga, Rang. – 21. september
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. – 13.-14. september
Seljalandsréttir undir Eyjafjöllum, Rang. – 13. september
Vestur-Landeyjarréttir við Forsæti, Rang. – 13. september og 4. október
Landréttir við Áfangagil, Rang. – 18. september
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum – 20. september
Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. – 13. september
Selvogsréttir við Hlíðarvatn, Ölfusi – 21. september kl. 9
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. – 12. september
Suðureyjarleitir – 20. september
Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi – 14. september kl. 14
Húsmúlaréttir við Kolaviðarhól, Ölfusi – 13. september kl. 13
Ábendingar um réttir á Suðurlandi má senda á dfs@dfs.is.

