3 C
Selfoss

Glæsilegur árangur UMFS á MÍ unglinga

Vinsælast

Lið HSK/Selfoss varð Íslandsmeistari á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var í Reykjavík 17.-18. janúar sl. Liðsfélagar HSK/Selfoss höluðu alls inn 310 stigum á mótinu en lið ÍR varð í öðru sæti með 285,5 stig. Lið HSK/Selfoss sigraði í þremur aldursflokkum. Piltar 18-19 ára sigruðu sinn flokk auk þess sem stúlkur 16-17 ára og stúlkur 18-19 ára unnu einnig sína flokka. Stúlkur 15 ára og 20-22 ára enduðu í öðru sæti og piltar 15 ára náðu öðru sæti.

Anna Metta Óskarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari.

15 ára stúlkur: Ásta Kristín Ólafsdóttir kastaði kúlunni 10,37 m og vann til bronsverðlauna. Dagbjört Eva Hjaltadóttir hljóp 2000 m hlaup á tímanum 9:35,57 mín og vann bronsverðlaun. Þær Ásta Kristín og Dagbjört Eva voru auk þess í boðhlaupssveit HSK/Selfoss í 4x200m boðhlaupi þar sem þær unnu til bronsverðlauna á tímanum 2:09,48 mín

16-17 ára stúlkur: Anna Metta Óskarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari.  Hún sigraði 3000m hlaup á tímanum 14;44,87 mín, hún stökk lengst allra í þrístökki með 11,36 m stökki og í langstökki stökk hún 5,17m og sigraði.  Í stangarstökki stökk hún yfir 2,60 m og vann silfurverðlaun. Bryndís Embla Einarsdóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi með 13,41 m og Arndís Eva Vigfúsdóttir vann til bronsverðlauna í sömu grein með 11,64 m.  Adda Sóley Sæland krækti sér í bronsverðlaun með því að stökkva yfir 1,90 m í stangarstökki. Þær Arndís Eva, Anna Metta og Adda Sóley unnu síðan til silfurverðlauna í 4×200 m boðhlaupi þegar þær komu í mark  á  tímanum 1;53,45 mín.

18-19 ára stúlkur: Hugrún Birna Hjaltadóttir vann silfurverðlaun í 400 m hlaupi á tímanum 65,27 sek, í 60m grindahlaupi kom hún í mark á tímanum 11,52 sek og fékk silfurverðlaun og í langstökki vann hún til bronsverðlauna með 4,68 m stökki. Arna Hrönn Grétarsdóttir stökk yfir 1,45 m í hástökki og vann til bronsverðlauna.

20-22 ára stúlkur: Hanna Dóra Höskuldsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki með því að stökkva yfir 1,49 m. Í 60 m hlaupi kom hún í mark á tímanum 8,68s og vann silfurverðlaun og hún kastaði kúlunni 10,21m og vann bronsverðlaun. Þau Hanna Dóra, Artur Thor, Þorvaldur Gauti og Hugrún Birna komu  í mark á tímanum 4;09,81 mín í blönduðu 4×400 m boðhlaupi og unnu til silfurverðlauna.

15 ára piltar: Magnús Tryggvi Birgisson varð Íslandsmeistari í þrístökki með 12,15 m stökki. Hann vann til þrennra silfurverðlauna, í kúluvarpi með 11,54 m, í stangarstökki með 2,50 m og í 2000 m hlaupi er hann kom í mark á tímanum 8:00,85 mín. Hann vann að einnig til bronsverðlauna í 60 m grindahlaupi á tímanum 10,53 sek og í langstökki er hann stökk 5,33 m. Magnús Tryggvi setti auk þess HSK met í 300 m hlaupi er hann kom í mark á tímanum 41,10 sek. Fyrra metið var 42,20 í eigu Þórbergs Egils Birgissonar frá árinu 2021. Birkir Aron Ársælsson vann til bronsverðlauna í stangarstökki með 2,50 m.  Strákarnir í 15 ára flokki urðu Íslandsmeistarar í 4×200 m hlaupi er þeir komu í mark á tímanum 2;12,16 mín. Í sveitinni voru þeir Magnús Tryggvi, Hróbjartur, Brynjar Ingi og Tómas Bragi.

18-19 ára flokkur: Hjálmar Vilhelm Rúnarsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari. Hann sigraði kúluvarp með 13,65 m og hástökk er hann stökk yfir 1,95 m. Kristján Kári Ólafsson vann til silfurverðlauna í kúluvarpi er hann varpaði kúlunni 13,45 m. Daníel Smári Björnsson varð Íslandsmeistari í þrístökki með 11,56 m stökki. Hann vann til silfurverðlauna bæði í langstökki er hann stökk 5,51m og í 3000m hlaupi á tímanum 15:01,20 mín.  Hann vann  til bronsverðlauna með því að stökkva yfir 2,50 m í stangarstökki og að lokum vann hann til silfurverðlauna í 4×200 m boðhlaupi á tímanum 1;44,43 mín ásamt félögum sínum í HSK/Selfoss. Artur Thor Pardej varð Íslandsmeistari í 3000 m hlaupi á tímanum 11:28,07 mín og í 1500m hlaupi kom hann annar í mark á tímanum 5:03,68mín.

20-22 ára flokkur: Daníel Breki Elvarsson vann til silfurverðlauna í kúluvarpi er hann kastaði kúlunni 10,08 m.

Nýjar fréttir