Sjötta og jafnframt síðasta umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram í Motomos þann 30. ágúst. Rúmlega 70 keppendur voru skráðir til leiks sem var metþátttaka þetta sumarið.
Að þessu sinni átti UMFS fjóra keppendur. Alexander Adam Kuc sigraði flokkinn MX1 og Eric Máni Guðmundsson sigraði flokkinn MX2, Ásta Petrea Hannesdóttir var að taka þátt í sinni fyrstu keppni þetta sumarið, þar sem hún sigraði kvennaflokkinn og Sindri Steinn Axelsson varð í fimmta sæti í flokknum MX2.
Glæsilegur árangur keppenda UMFS þar sem þeir Alexander Adam Kuc og Eric Máni Guðmundsson tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í sterkustu flokkunum á Íslandsmótinu.
En þess má geta að þetta er annar Íslandsmeistaratitillinn hjá Alexander Adam og fimmti Íslandsmeistaratitillinn hjá Eric Máni.
UMFS


