-3.9 C
Selfoss

Veiði- og útivistarbúð Suðurlands opnar í nýju og stærra húsnæði

Vinsælast

Veiði- og útivistarbúð Suðurlands hefur flutt starfsemi sína og opnaði glæsilega verslun að Austurvegi 44 á Selfoss.

Verslunin er nú staðsett í sama húsi og Lyfja aðal lyfjaverslun bæjarins, á áberandi og aðgengilegum stað á Austurveg 44.

Með flutningunum stækkar verslunin verulega og býður nú upp á betra rými, fjölbreyttari vöruúrval og þægilegri verslunarupplifun fyrir viðskiptavini. Áhersla hefur verið lögð á hlýlegt og snyrtilegt umhverfi þar sem náttúran og útivistin eru í forgrunni.

Veiði- og útivistarbúð Suðurlands hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem sérhæfð verslun fyrir veiði- og útivistarfólk á Suðurlandi. Í versluninni má finna allt sem tengist stangveiði, bæði flugu- og spúnaveiði, auk vandaðs búnaðar fyrir útivist, göngur og daglegt notagildi. Þar er meðal annars boðið upp á fatnað, skófatnað, húfur, gjafavörur og ýmsan sérbúnað fyrir íslenskar aðstæður. Annars má nefna skinnvörur, handsmíðaða hnífa (nýtt) og uppstoppaða fugla. Allar vörur LovaIceland færð þú einnig í verslun okkar.

Eigandi leggur ríka áherslu á persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf, þar sem reynsla og þekking skiptir sköpum.

Markmiðið er að þjónusta jafnt vana veiðimenn sem byrjendur, sem og alla þá sem sækja í gæði og áreiðanleika þegar kemur að útivistarbúnaði.

Með nýrri staðsetningu að Austurvegi 44 styrkir Veiði- og útivistarbúð Suðurlands enn frekar stöðu sína sem mikilvægur þátttakandi í verslunarlífi Selfoss og þjónustu við útivistar- og veiðifólk um allt Suðurland.

Nýjar fréttir