-4.4 C
Selfoss

Tíu vinsælustu uppskriftir ársins 2025

Vinsælast

Sunnlenski matgæðingurinn hefur verið fastur liður Dagskrárinnar í mörg ár. Fjöldinn allur af einstaklingum hafa deilt sínum uppskriftum með Sunnlendingum. Á nýju ári fórum við hjá Dagskránni yfir vinsælustu uppskriftir Sunnlenskra matgæðinga á árinu 2025.

  1. Lygilega einfalt rækju-tagliatelle

Í fyrsta sæti með vinsælustu uppskrift ársins 2025 var matgæðingurinn Steinar Sigurjónsson. Hann sýndi hvernig hann gerir lygilega einfalt rækju-tagliatelle.

Sjá uppskrift:
Lygilega einfalt rækju-tagliatelle

 

  1. Indverskur lambapottréttur

Sigurður Kristmundsson sýndi uppskrift að indverskum lambapottrétt sem móðir hans, Sigrún Guðlaugsdóttir, á allan heiður að.

Sjá uppskrift:
Indverskur lambapottréttur

 

  1. Einfaldur og góður kjúklingaréttur

Karen Elva Jónsdóttir bauð lesendum upp á einfaldan kjúklingarétt.

Sjá uppskrift:
Einfaldur og góður kjúklingaréttur

 

  1. Fiskiréttur með eplum, mangó chutney og rjómaosti

Tor Steinsson Sorknes sýndi lesendum hvernig hann eldar fiskirétt með eplum, mangó chutney og rjómaosti.

Sjá uppskrift:
Fiskiréttur með eplum, mangó chutney og rjómaosti

  1. Ótrúlega einföld aspas-smábrauð fyrir öll tilefni

Kristján Óðinsson deildi með okkur uppskrift að einföldu aspas-smábrauði sem hentar í öll tilefni.

Sjá uppskrift:
Ótrúlega einföld aspas-smábrauð fyrir öll tilefni

 

  1. Kjúklingaréttur með núðlum og ýsa í soyja

Sigríður Guðlaug deildi tveimur uppskriftum. Annars vegar uppskrift að ljúffengum kjúklingarétt og svo bætti hún við góðum fiskirétt sem hefur verið í uppáhaldi á heimili Sigríðar í meira en 30 ár.

Sjá uppskrift:
Kjúklingaréttur með núðlum og ýsa í soyja

 

  1. Einfalt og fljótlegt skinku&beikon pasta

Rakel Guðmundsdóttir sýndi árið 2024 hvernig hún gerir einfalt og fljótlegt skinku og beikon pasta. Árið 2025 hefur uppskriftin greinilega endurvakið athygli sína hjá lesendum.

Sjá uppskrift:
Einfalt og fljótlegt skinku&beikon pasta

 

  1. Andalæri í dós með ofnbökuðum gulrótum

Ingvi Már Guðnason deildi góðri uppskrift að andalæri í dós með meðlæti.

Sjá uppskrift:
Andalæri í dós með ofnbökuðum gulrótum

 

  1. Appelsínulambapottréttur

Eiríkur Arnarsson bauð lesendum upp á appelsínulambapottrétt.

Sjá uppskrift:
Appelsínulambapottréttur

 

  1. Eplakaka frá ömmu Ingveldi og risarækjuréttur

Ingveldur Guðjónsdóttir deildi uppskrift sinni að eplaköku sem amma og nafna Ingveldar kenndi henni.

Sjá uppskrift:
Eplakaka frá ömmu Ingveldi og risarækjuréttur

Nýjar fréttir