3.8 C
Selfoss

Sveinn Ægir hyggst halda áfram störfum sínum

Vinsælast

Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Árborg, býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisfélaga Árborgar 7. mars og hyggst halda áfram störfum sínum í þágu sveitarfélagsins.

Sveinn hefur starfað fyrir íbúa í Árborg síðustu fjögur ár.
„Ég tel að reynsla mín og þekking á sveitarfélaginu muni nýtast vel, enda iðar samfélagið okkar af lífi og hér liggja fjölmörg tækifæri. Framtíðarkynslóðir vilja setjast að í Árborg og það sjáum við glöggt í eftirspurn eftir okkar sterku leik- og grunnskólum, ásamt öflugu og fjölbreyttu íþróttalífi. Þessu fylgja þó einnig áskoranir og við þurfum að standa vörð um þá dýrmætu þjónustu og sérstöðu sem samfélagið okkar hefur upp á að bjóða.“ Þetta kemur meðal annars fram í tilkynningu Sveins um framboð sitt.

„Áframhaldandi uppbygging og skýr forgangsröðun eru gríðarlega mikilvæg. Sem formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar tel ég mig hafa góða innsýn í það sem þarf að gera til að ná enn lengra og gera Árborg að enn sterkara og framúrskarandi sveitarfélagi,” bætir Sveinn svo við.

Nýjar fréttir