7.7 C
Selfoss

Skóflustunga við leikskólann Jötunheima

Vinsælast

Fimmtudaginn 15. janúar sl. var fyrsta skóflustungan að viðbyggingu leikskólans Jötunheima á Selfossi tekin.

Fyrir skóflustungu var undirritaður samningur um jarðvinnu milli Fasteignafélags Árborgar slf og Karina ehf, sem var læstbjóðandi útboði verksins. Bragi Bjarnason bæjarstjóri Áborgar undirritaði samninginn fyrir hönd Árborgar.

Jötunheimar verður fyrsti 12 deilda leikskólinn á landinu undir sama þaki. Stefnt er að framkvæmdir klárist haustið 2027.

Á fyrstu skóflustungunni fengu leikskólabörn að taka virkan þátt í mokstrinum. Börnin sem tóku þátt voru Lilja Magnea Sandholt, Mikael Ivan Muninn Ingvarsson, Mikael Narfi Stefánsson og Rakel Sara Elvarsdóttir og munu þau öll vera í útskriftarhópi leikskólans þegar nýja viðbyggingin verður tekin í notkun.

Þetta er ánægilegt skref og hafa foreldrar almennt tekið vel í framkvæmdirnar.

Nýjar fréttir