Laugardaginn 17.janúar kl. 12:00-14:00 verður sannköluð ísveisla á Laugarvatni.
Hægt verður að prófa ýmislegt á ísnum t.d. skauta, krullu, íshokkí og bora dorgholu í ísinn.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni heilsueflandi Bláskógabyggðar, Heilsueflandi samfélags í Grímsnes- og Grafningshrepp og svæðisskrifstofu íþróttahéraðsins/HSK og er hluti af íþróttaviku Evrópu.
Eftir langt frostatímabil þá er ísinn á vatninu um 15 sm þykkur en þó þarf alltaf að fara varlega og þá sérstaklega við inn- og útósa (þar sem straumur er inn í eða út úr vatninu).
Í byrjum viðburðarins verður kynnt hvernig ísþykkt sé metin og hvernig skuli gæta varúðar á ísilögðum vötnum. Athygli er vakin á því að börn eru á ábyrgð foreldra sinna.
Í byrjum viðburðarins verður kynnt hvernig ísþykkt sé metin og hvernig skuli gæta varúðar á ísilögðum vötnum. Athygli er vakin á því að börn eru á ábyrgð foreldra sinna.
Skautar verða til útláns í stærðunum 37-45 en allir sem eiga skauta er hvattir til að taka þá með, kannski geta einhverjir aðrir fengið að prufa þá. Til að minnka slysahættu eru allir hvattir til að vera með hjálm á höfði, stólar verða í boði til að styðja sig við fyrir þá sem þess þurfa.
Það verður kveikt upp í varðeldi þannig að það er um að gera að taka með pinnabrauðsdeig eða eitthvað annað að njóta við eldinn. Boðið verður upp á heitan drykk við varðeldinn en gestir er hvattir til að taka með auka kakó/kaffi eða álíka.
Eftir að hafa verið á ísnum þá er frítt í sundlaugina og heita pottinn fyrir þá sem taka þátt í viðburðinum.



