-4.4 C
Selfoss

Sigurður Emil hlaut fyrsta sætið á Blítt og Létt

Vinsælast

Söngvakeppni Menntaskólans að Laugarvatni Blítt og Létt var haldin þann 6. nóvember sl. og var kynningar dagur skólans fyrr þann dag. Á kynningardegi ML eru nemendur 10. bekkjar úr flestum skólum á Suðurlandi boðið að koma í heimsókn og fá kynningar um nám í skólanum og einnig tækifæri til að skoða heimavistirnar, síðan ljúka krakkarnir deginum á að mæta á söngvakeppninni Blítt og Létt sem er haldin í íþróttahúsi Laugarvatns.

Þetta árið var fengið hljómsveitina Stones Stones til þess að leika undir og er það sama húsband og hefur verið fengið undanfarin ár. Kynnar kvöldsins voru ný-stúdent Emma Ýr Friðriksdóttir og Ragnar Dagur Hjaltason og skemmtu þau gestum að bestu leyti. Atriði kvöldsins voru 12 talsins og voru þau Elva Rún Pétursdóttir, Fannar Ingi Friðþjófsson og Pálmi Gunnarsson fengin til þess að dæmi atriðin og velja sigurvegara.

Keppendur Blítt og Létt 2025. Mynd: Aðsend.

Í keppninni eru fjögur sæti í boði sem eru: skemmtilegasta atriði, 3. sæti, 2. sæti og 1. sæti. Þetta árið hlutu þær Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir, Metta Malín Bridde og Sigurbjörg Marta Baldursdóttir titilinn skemmtilegasta atriði, þær sungu lagið Sveitapiltsins draumur eftir Hljóma. Í þriðja sæti var hann Hallgrímur Daðason með frumsamið lag sem ber nafnið Eins og þá. Annað sætið hlaut hún Hjördís Katla Jónasdóttir og tók hún lagið Braggablús í útgáfu Bubba Morthens. Sigurður Emil Pálsson hlaut fyrsta sætið með lagið Sumar konur sem er einnig eftir Bubba Morthens og fer þá hann í Söngvakeppni framhaldsskólana fyrir hönd Menntaskólans að Laugarvatni árið 2026 og óskum við honum góðs gengis. Það er alveg ljóst að Blítt og Létt 2025 tókst stórkostlega, allir keppendur stóðu sig frábærlega og var keppnin góð skemmtun.

Elena R. Marquez Gunnlaugsdóttir,
ritnefndarformaður nemendafélagsins Mímis.

Nýjar fréttir