Oddfellowbúðir nr. 6 Oddi á Suðurlandi hélt sinn árlega jólafund þann 9. desember þar sem félagar áttu notalega jólastund. Hefð er fyrir því að á jólafundi gefi búðirnar og félagar þeirra frjáls framlög til styrktar þeim sem minna mega sín á félagssvæði búðanna. Að venju safnaðist vegleg upphæð, sem að þessu sinni rennur til styrktar einstaklingum og fjölskyldum í Rangárþingi sem þurfa á stuðningi að halda í aðdraganda jólahátíðarinnar.
Þrír félagar búðanna úr Rangárþingi heimsóttu af þessu tilefni sr. Kristján Arason sóknaprest í Breiðabólstaðarprestakalli og afhentu honum styrkinn í formi úttektarkorta í matvöruverslun. Sr. Kristján mun svo útdeila kortunum til þeirra sem á þurfa að halda.
Patríarkar í Odda vonast til að styrkurinn komi að góðum notum og senda íbúum í Rangárþingi svo og sunnlendingum öllum bestu óskir um frið og farsæld á nýju ári.


