Sunnudaginn 25. janúar opnar Listrými dyr sínar í nýju húsnæði að Mánamörk 3-5 í Hveragerði. Verið velkomin að líta við á milli kl. 14:00 og 18:00.
Guðrún Arndís Tryggvadóttir er eigandi Listrýmis en hún er starfandi myndlistarmaður með langa reynslu af námskeiðahaldi í myndlist en hún hefur m.a. rekið eigin skóla, kennt við listaskóla, listaháskóla og haldið og skipulagt fjölda námskeiða á undanförnum árum og áratugum.
Megin áherslan Listrýmis er, auk þess að vera vinnustofa Guðrúnar og sýningarrými, að bjóða upp á fjölbreytt námskeið, bæði í hugmyndaþróun sem og efnisnotkun. Fyrsta námskeið Listrýmis verður í módelteikningu í febrúar



