-4.4 C
Selfoss

Mexíkósk kjúklingaúpa

Vinsælast

Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir er matgæðingur vikunnar.

Ég vil þakka minni kæru mágkonu henni Margréti fyrir áskorunina. Ég ætla að sýna ykkur hvernig ég geri gómsæta Mexíkóska kjúklingasúpu.

Innihald:
1 dl. vatn
600 gr. Kjúklingakjöt
1-2 rauðar paprikur
1/2 – 1 stk. Rautt eða grænt chili
1/2 blaðlaukur
5-6 hvítlauksrif pressuð
3 tsk. Paprikuduft
1 sæt kartafla
6 vel rauðir tómatar
3 msk. lífræn tómatpúrra
1 líter vatn
1 1/2 tsk. sjávarsalt
3 msk. grænmetiskraftur
4 dl. tacosósa
150 gr. rjómaostur

1. Skerið kjúklinginn, paprikuna og chiliið í litla bita.
2. Skera laukinn smátt
3. Steikja kjúkling, papriku, chili í desilítra af vatni í stórum potti og paprikuduftið haft í.
4. Afhýða sæta kartöflu og skera í litla bita og sett í pottinn. Tómatarnir einnig brytjaðir og settir út í.
5. Vatni, tómatpúrru, sjávarsalti og krafti bætt í pottinn og látið sjóða í 20 mínútur.
6. Tacosósa og rjómaostur sett í pottinn og hitað í nokkrar mínútur.
7. Borið fram með doritos, sýrðum rjóma og rifnum osti.


Ég skora á Ingibjörgu Ósk Hannesdóttur að vera næsti matgæðingur.

Nýjar fréttir