Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir er matgæðingur vikunnar.
Ég vil þakka minni kæru mágkonu henni Margréti fyrir áskorunina. Ég ætla að sýna ykkur hvernig ég geri gómsæta Mexíkóska kjúklingasúpu.
Innihald:
1 dl. vatn
600 gr. Kjúklingakjöt
1-2 rauðar paprikur
1/2 – 1 stk. Rautt eða grænt chili
1/2 blaðlaukur
5-6 hvítlauksrif pressuð
3 tsk. Paprikuduft
1 sæt kartafla
6 vel rauðir tómatar
3 msk. lífræn tómatpúrra
1 líter vatn
1 1/2 tsk. sjávarsalt
3 msk. grænmetiskraftur
4 dl. tacosósa
150 gr. rjómaostur
1. Skerið kjúklinginn, paprikuna og chiliið í litla bita.
2. Skera laukinn smátt
3. Steikja kjúkling, papriku, chili í desilítra af vatni í stórum potti og paprikuduftið haft í.
4. Afhýða sæta kartöflu og skera í litla bita og sett í pottinn. Tómatarnir einnig brytjaðir og settir út í.
5. Vatni, tómatpúrru, sjávarsalti og krafti bætt í pottinn og látið sjóða í 20 mínútur.
6. Tacosósa og rjómaostur sett í pottinn og hitað í nokkrar mínútur.
7. Borið fram með doritos, sýrðum rjóma og rifnum osti.
Ég skora á Ingibjörgu Ósk Hannesdóttur að vera næsti matgæðingur.

