-4.4 C
Selfoss

Manúela Maggý sigrar söngkeppni NFSu

Vinsælast

Manúela Maggý Friðjónsdóttir Morthens sigraði söngkeppni NFSu, sem haldin var í Iðu á Selfossi 5. nóvember sl. Manúela sigraði með laginu Ekkert breytir því með hljómsveitinni Sálin hans Jóns míns sem gerir Manúelu að fulltrúa FSu í söngkeppni framhaldsskólanna næsta vor.

Í öðru sæti varð Hugrún Erla Jóhannsdóttir og í þriðja sæti Leví Abranja Jónasson. Þá voru einnig veitt sérstök verðlaun fyrir frumlegasta atriðið en þau hlaut Ásthildur Cesil Bjarkadóttir fyrir flutning á frumsömdu lagi.

Alls voru níu atriði sem tóku þátt og heppnaðist keppnin vel. Það var hljómsveitin Koppafeiti sem sá um undirspil hjá öllum keppendum kvöldsins. Salurinn var fullur og ýmis skemmtiatriði stigu á svið. Sigurvegari söngkeppninnar í fyrra, Ronja Lena Hafsteinsdóttir, flutti sigurlagið sitt og unglingahljómsveitin Frú Eydís tók nokkur 80‘s lög. Þar að auki sýndi Dansstúdíó WC dansatriði.

Nýjar fréttir