-4.4 C
Selfoss

Jólatónar og kakótár í Árnesi

Vinsælast

Þriðjudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 mun Eyrún Huld Ingvarsdóttir fiðluleikari standa fyrir notalegri jólastund í Félagsheimilinu Árnesi. Sérstakir gestir þetta kvöld verða félagar Eyrúnar Huldar úr Tríóinu Þríund, þau Þórdís Emilía Aronsdóttir, fiðluleikari og Jakob Grybos píanóleikari. Þau eru öll nemendur í MÍT, Menntaskóla í tónlist, og stefna á atvinnumennsku í faginu. Auk þeirra félaga annast Magnea Gunnarsdóttir meðleik á píanó. Dagskráin hefst með nokkrum vel völdum tónlistarperlum að þeim loknum verður boðið upp á kakó, kaffi og smákökur á meðan jólatónar svífa yfir borðum.

Jólatónar og kakótár er yfirskrift þessarar stundar sem er nú haldin í þriðja sinn. Eftir nokkurra ára söfnun og langa leit hefur Eyrún Huld nú fest kaup á nýrri fiðlu. Samfélagið í Uppsveitum ásamt vinum og ættingjum hafa stutt vel við bakið á Eyrúnu Huld og í þakklætisskyni vill Eyrún Huld bjóða ókeypis aðgang að þessu sinni. Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði SASS.

Nýjar fréttir